Teikniskóli Þóru Pétursdóttur  

Nemendur í teikniskóla Þóru Pétursdóttur 1884. Þjóðminjasafn Íslands. Þjms. Mms. 9234. Sigfús Eymundsson.

Þóra Pétursdóttir Thoroddsen (1848-1917) var fyrst íslenskra kvenna til að stunda nám í myndlist erlendis. Hún fór til Kaupmannahafnar 1873 til að læra teikningu og söng og var í teikniskóla hjá Vilhelm Kyhn tvo vetur. Þóra ferðaðist einnig um Danmörku, Skotland og England á næstu árum, teiknaði, gerði skyssur og málaði. Þóra rak síðan teikniskóla í Reykjavík 1883-1885 en hélt einnig áfram að teikna og mála og talið er að olíumálverk Þóru af Þingvöllum frá 1883 sé líklegast fyrsta málverkið af þeim stað. Þóra giftist árið 1887 Þorvaldi Thoroddsen náttúrufræðingi og bjuggu þau hjónin fyrst í Reykjavík en fluttu til Kaupmannahafnar 1895. Þóra kenndi teikningu Reykjavíkí að minnsta kosti til ársins 1892. Í Þjóðminjasafni Íslands eru varðveittar dagbækur Þóru, teikningar og nokkur olíumálverk en eins eru varðveitt málverk eftir Þóru í Listasafni Íslands.

Dagný Heiðdal: Aldamótakonur og íslensk listvakning, 23-34.
Björn Th. Björnsson: Íslensk myndlist á 19. og 20. öld II , bls.47-48.

 
   
 
 
  English version, click here... Þakkir Heimildir (c)2005 Minjasafn Reykjavíkur