Hið íslenska kvenfélag  

Hið íslenska kvenfélag var fyrsta félagið hér á landi sem hafði kvenréttindi á stefnuskrá sinni en í lögum félagsins segir meðal annars: „Tilgangur félagsins er sérstaklega að auka réttindi kvenna á Íslandi og að gæða áhuga þeirra fyrir því að gæta fenginna réttinda og hagnýta sér þau, ennfremur að efla menningu kvenna með samtökum og félagsskap. Félagið vill einnig styrkja allt það, er horfir til framfara í landinu og ræða þau mál, sem efst eru á dagskrá þjóðarinnar og vinna að framgangi þeirra. “ (Lög Hins íslenska kvenfjelags 1894.) Fyrsta og helsta baráttumál félagins var stofnun háskóla á Íslandi og þar með að tryggja íslenskum konum aðgang að æðri menntastofnun. .Aðalhvatamaðurinn að stofnun Hins íslenska kvenfélags var Þorbjörg Sveinsdóttir ljósmóðir en hún lærði í Kaupmannahö, útskrifaðist 1856 og starfaði sem ljósmóðir í Reykjavík til 1902. Þorbjörg tók mikinn þátt í þjóðmálaumræðunni og var talin: „einn sterkasti og litríkasti persónuleiki síns tíma“. (Úr ævi og starfi I, 217.) Þorbjörg var gjaldkeri Hins íslenska kvenfélags í fyrstu stjórn þess og formaður félagsins frá 1897 og til dauðadags.

Sigríður Th. Erlendsdóttir: Veröld sem ég vil. Saga Kvenréttindafélags Íslands 1907-1992. Reykjavík 1993.
Björg Einarsdóttir: Úr ævi og starfi íslenskra kvenna I. Rv. 1984.
Lög Hins íslenska kvenfélags. Rv. 1894.

 
   
 
 
  English version, click here... Þakkir Heimildir (c)2005 Minjasafn Reykjavíkur