Konunglegur hirðhárgreiðslumeistari  

Ljósmynd

Hárgreiðslustofa Kristólínu Kragh 1931. Ljósmyndasafn Reykjavíkur MAÓ 341. Ljósmyndari Magnús Ólafsson.

Kristólína Guðmundsdóttir Kragh (1883-1973) var fædd í Reykjavík en flutti ung með dönskum manni sínum til Danmerkur. Þegar maður hennar slasast illa fer Kristólína að læra hárgreiðslu í Danmörku. Hún lauk námi í hárgreiðslu en lærði einnig hárkollugerð, hand- og fótsnyrtingu og snyrtivörugerð og var hún fyrsti íslenski hárgreiðslumeistarinn. Árið 1913 flutti hún til Reykjavíkur og opnaði fyrstu snyrti- og hárgreiðslustofu hér á landi á Klapparstíg 7. Viðskiptin gengu vel og um tíma unnu hjá henni tólf stúlkur. Kristólína kenndi einnig hárgreiðslu og hvatti til aukinnar menntunar í faginu og stóð hún að stofnun Félags hárgreiðslukvenna 1931. Kristólína starfaði einnig lengi hjá Leikfélagi Reykjavíkur, bæði við hárkollugerð og hárgreiðslu. Kristólína var fengin til að sjá um hárgreiðslu Alexandríu drottningu þegar hún sótti Ísland heim 1921, 1926 og 1930 og aðstoðaði hún drottninguna einnig við að klæðast skautbúningi þeim sem íslenskar konur gáfu henni. Fyrir góða þjónustu var Karólína sæmd nafnbótinni: „Hændes Majestæt Dronningens Hof-Frisörinde”.

Björg Einarsdóttir: Úr ævi og starfi íslenskra kvenna I. Reykjavík 1984. bls. 126-150.

 

 
   
 
 
  English version, click here... Þakkir Heimildir (c)2005 Minjasafn Reykjavíkur