Gerður Helgadóttir  

Gerður Helgadóttir (1928-1975) nam myndlist í Flórens og París en hún bjó og starfaði lengst af í Frakklandi. Gerður var einn merkasti íslenski myndhöggvarinn á 20. öld en hún var frumkvöðull í þrívíðri abstraktlist hér á landi. Hún vann einnig glerverk og mósaíkmyndir og árið 1973 var afhjúpuð stór mósaíkmynd eftir hana á vegg Tollhússins í Reykjavík. Glergluggar í Skálholtskirkju og Kópavogskirkju eru verk Gerðar. Hún lést fyrir aldur fram aðeins 47 ára og gáfu erfingjarnir Kópavogsbæ um 1400 verk en gjöf þessi varð annar meginstofninn í Listasafni Kópavogs og hvatinn að byggingu Gerðarsafns sem var opnað 1994.

 
   
 
 
  English version, click here... Þakkir Heimildir (c)2005 Minjasafn Reykjavíkur